Í byrjun sumars var hafist handa við að byrja á virkjuninni við Köldukvísl sem og stöðvarhúsi. Sumarið hefur viðrað vel til stíflugerðar enda búið að vera þurrt og lítið vatn í ánni.
Kaldakvísl ehf hafa haft yfirumsjón með vinnu og er Þórir Kristmundsson verkstjórinn á staðnum. Að hans sögn gengur vinnan vel og er á áætlun. Ákveðið var að ráða inn nokkra vaska sveina frá Húsavík og hafa þeir verið við vinnu með starfsmönnum frá Köldukvísl
Myndin hér að neðan er af Auðunni og Pétri þegar þeir voru að skoða aðstæður í vor.